Þreifað á himnunni

Þreifað á himnunni heitir sýning Margrétar Blöndal sem opnar á fimmtudaginn í Listasafni Reykjavíkur. Þar sýnir hún bæði teikningar unnar í vatnslitum og ólífuolíu og svo þrívíð verk sem eru unnin úr hlutum sem Margrét hefur fundið víða um heim og meðhöndlað á ýmsan hátt.

Fínleg verk
Í þrívíðu verkunum er að finna fínlegar sveiflur í fiskilínum og plastpokum og plastefnum sem bærast við minnstu hreyfingu andrúmsloftsins.

Skarpar línur ferkantaðra súlnanna í sýningarsalnum skarast við ávalar svampkeilur sem eru sundurskornar og liggja í hrúgu á miðju gólfinu.

Sterk hughrif af kunnuglegum hlutum
Listamaðurinn segir sjálfur að við fyrstu sýn er nánast eins og að það sé ekkert í sýningarsalnum, en við nánari athugun herja verkin á huga áhorfandans og kunnuglegir hlutir sem Margrét notar í verkin sín finna sér jafnvel leið inn í gleymd minningarbrot.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert