Blaðaálfar í Sandgerði

Blaðálfar við störf í Sandgerði.
Blaðálfar við störf í Sandgerði. mbl.is/Reynir Sveinsson

Óprúttnir menn munu hafa hirt blaðabunka í bæjarfélögunum á Suðurnesjum í nótt og staflað þeim uppá og í kringum bíl sem stóð við Hlíðargötu í Sandgerði svo hafa þeir stolist í að skreyta bunkana með litlum blaðaálfum sem áður þjónuðu sem garðskraut á næstu lóð. Lögreglan á Suðurnesjum kom og kannaði þessa nýju blaðburðatækni og er málið í rannsókn.

Blaðabunkarnir munu samkvæmt lögreglunni á Suðurnesjum hafa innihaldið Morgunblaðið en fréttaritari Morgunblaðsins sem tók myndina segist hafa séð blaðapakka bæði með Morgunblaðinu og Fréttablaðinu enda er ljóst að um marga blaðapakka er að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert