Vilja skoða heildstætt fyrirætlanir OR

Húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur.
Húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur. mbl.is/Sverrir

Nýr meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur telur að full efni séu til heildstæðrar skoðunar á fyrirætlunum OR, virkjanir, stöðu allra framkvæmda, allra viljayfirlýsinga og samninga, auk yfirlits yfir þá aðila sem hafa óskað eftir viðræðum um orkukaup.

Þetta kemur fram í bókun, sem samþykkt var á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag. Var jafnframt samþykkt, að fela Degi Eggertssyni, borgarstjóra, að kalla eftir umræddum upplýsingum á fyrirhuguðum eigendafundi Orkuveitunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert