Vill vita hvort orrustuvélar muni bera vopn

F-15 orrustuflugvélar.
F-15 orrustuflugvélar. AP

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um hvort fyrir liggi, að erlendar orustuflugvélar, sem ríkisstjórnin hyggst fá hingað til svokallaðs loftrýmiseftirlits eða æfinga, muni bera vopn.

Steingrímur spyr einnig, ef svo sé, um hvers konar vopn, skotvopn, flaugar og sprengiodda verði þá að ræða.

Þá spyr Steingrímur hvort leyft verði að æfa vopnanotkun á íslensku yfirráðasvæði og sé svo, hvaða reglur muni þá gilda um slíkt, sem og um vopnaburðinn sjálfan?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert