Réðist á fyrrum sambýliskonu sína

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 5 mánaða fangelsi fyrir að ráðast á fyrrum sambýliskonu sína með ofsafengnum hætti og tilefnislaust. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða konunni 300 þúsund krónur í miskabætur. Hann var einnig fundinn sekur um ýmis önnur brot, svo sem gripdeildir og hylmingu.

Maðurinn réðist á konuna þegar hún kom að sækja dóttur þeirra til hans. Dómurinn segir, að árásin hafi verið ofsafengin og án rétt­lætan­legs tilefnis, óháð órökstuddum áburði konunnar um ætlaða vímuefnaneyslu mannsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert