Fræðsla til að efla fráskilda foreldra í uppeldinu

Fjölskyldu- og félagsþjónusta Reykjanesbæjar og Keflavíkurkirkja vinna saman að því að bæta uppeldisskilyrði barna og efla fráskilda foreldra í uppeldishlutverkinu. Í þeim tilgangi er efnt til fræðslufundar í kvöld um mikilvægi þess að fráskildir foreldrar annist í sameiningu uppeldi barna sinna. Fræðslukvöldið er í Kirkjulundi og hefst klukkan 20.

Fræðslukvöldin eru framhald af ráðstefnu sem efnt var til á síðasta ári um málefnið. Í kynningu á verkefninu er lögð áhersla á það hversu mikilvægir báðir foreldrar eru börnum sínum í uppvextinum og að velferð og vöxtur barnanna sé háður samskiptum við foreldrana. Einnig er lögð áhersla á hversu mikilvægt er að foreldrunum takist að vera samstiga í uppeldishlutverkinu, hvort sem þeir búa saman eða ekki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert