Varað við óveðri undir Hafnarfjalli

Lögreglan í Borgarnesi vill beina því til vegfarenda undir Hafnarfjalli að vera ekki á ferðinni með kerrur og aðra eftirvagna. Mikið rok er undir fjallinu og misvinda. Einnig er mjög hvasst á Kjalarnesi og á Reykjanesbraut.

Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi lentu nokkrir ökumenn í töluverðum vandræðum í kvöld, sérstaklega þeir sem ferðuðust með kerru eða eftirvagna. Tilkynnt voru tvö óhöpp þar sem kerrur fuku til en í báðum tilvikum voru skemmdir óverulegar. Önnur kerran fauk undir Hafnarfjalli en hin við suðurenda Hvalfjarðarganga. 

Þá fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu nokkrar tilkynningar í kvöld  vegna fjúkandi lausamuna, en engar upplýsingar lágu fyrir um skemmdir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert