Biskup á fund menntamálaráðherra

Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, fór í gær á fund Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra og bað um skýringar á bréfi sem sent var skólum og ýmsum hagsmunaaðilum vegna ferða í tengslum við fermingarfræðslu barna í 8. bekk.

Biskup gerði athugasemdir við að bréfið var ekki sent neinum í þjóðkirkjunni, enda þótt um 90 prósent barna fermist þar. Biskup fann einnig að því að í bréfi ráðherra til skólanna segir að óheimilt sé að veita nemendum í áttunda bekk leyfi til að fara í fermingarferðalag á skólatíma. Biskup bendir á að börn fái iðulega leyfi í einn eða tvo daga til að fara í ferðir af ýmsu tagi. Ennfremur áréttaði Karl Sigurbjörnsson á fundinum að ekkert barn er í fermingarfræðslu gegn vilja foreldra sinna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert