Sló konu og hlaut dóm

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að veitast að konu á bílastæði utan við fjölbýlishús á Egilsstöðum og slá hana þrívegis með barefli í báða handleggi. Þetta gerðist um morgun í desemberlok í fyrra.

Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða konunni 67 þúsund krónur í bætur.

Dómurinn segir, að við ákvörðun refsingar sé litið til þess að maðurinn hafi játað brot sitt og því að afleiðingar árásarinnar voru ekki alvarlegar. Þá megi greina af skýrslum vitna hjá lögreglu að maðurinn hafi orðið fyrir talsverðu áreiti, m.a. af hendi konunnar, fyrir utan heimili þennan umræddan morgun.

Hins vegar hefði árásin verið óvægin og að tilefnislitlu og um ólögmæta meingerð gegn frelsi, friði og persónu tjónþola hafi því verið að ræða. Því átti konan rétt á bótum, að mati dómsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert