Vegagerðin varar við hálku

Vegagerðin varar við hálku víða um land. Á Vestfjörðum er varað við flughálku í Kollafirði í Barðastrandarsýslu og  Ísafjarðardjúpi. Á Norðausturlandi er varað við flughálku úr Kelduhverfi fyrir Melrakkasléttu um Hálsa og um Sandvíkurheiði. Þá að hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum.

Á Vesturlandi er autt í Borgarfirði og á Mýrum en sumstaðar vetrarfærð á Snæfellsnesi og í Dölum. Á Vestfjörðum er einhver hálka og sumstaðar flughált. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar.

Á Norðvesturlandi er hálka á Öxnadalsheiði, Langadal og á Þverárfjalli
annars víða hálkublettir. Lágheiði er ófær. Á Norðausturlandi er hálka og éljagangur og sumstaðar flughált. Á Austurlandi er hálka. Ófært er yfir Öxi og Breiðdalsheiði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert