„Þetta er gjaldþrota stefna"

„Þetta er gjaldþrota stefna," segir Páll Hilmarsson mannfræðingur sem hefur rannsakað veggjakrot í Reykjavík síðan 2003 um stefnu borgaryfirvalda gagnvart því.

Valdimar Tr. Hafstein, lektor í þjóðfræði við Háskóla Íslands, sem skoðað hefur viðbrögð stjórnvalda við veggjakroti á Íslandi og víðar segir tvær meginleiðir færar yfirvöldum í aðgerðum gegn veggjakroti. Valdimar segir núverandi stefnu borgaryfirvalda í Reykjavík vera svokallaða hreinsunarstefnu. 

„Þar er litið á þetta sem hver önnur óhreinindi og því snúast aðgerðir fyrst og fremst um að hreinsa þetta," segir hann. Valdimar segir að hin leiðin sé að skilgreina leyfilega veggi.

„Hún snýst um það að merkja ákveðna fleti þar sem þetta er leyfilegt - þar sem þetta eru ekki óhreinindi heldur list. List er það sem er leyfilegt. Allt hitt er svokallað krot og skemmdarverk," segir hann. Þessa stefnu kallar hann listvæðingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert