Ekki sama framhaldsskóli og menntaskóli

„Þeir eru með þá túlkun að afslættir séu bara til þeirra nema sem eru í skólum sem heita menntaskólar en ekki framhaldsskóla," segir Ari Eggertsson en hann á tvær dætur í framhaldsskóla í Reykjavík sem ekki hafa notið námsmannakjara á rútuferðum þrátt fyrir að getið sé um slíkt í verðskrá.

Þingvallaleið hefur sérleyfi á akstri milli Selfoss og Reykjavíkur og samkvæmt samningi þeirra við Vegagerðina sem býður verkið út skulu þeir gefa nemendum grunn- og menntaskóla afslátt.

Menntamálaráðherra sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins og óskað er eftir að Vegagerðin skýri hugtakið í útboði sínu.

Þór Ingvarsson hjá Þingvallaleið gerir hann ekki ráð fyrir að yfirlýsing menntamálaráðherra breyti neinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka