Sektuð fyrir hálstak

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í 150 þúsund króna sekt fyrir að taka aðra konu hálstaki á skemmtistað í Hafnarfirði í desember á síðasta ári.

Dómurinn segir, að árás konunnar hafi verið ófyrirleitin og algjörlega án tilefnis. Árásin hafi hins vegar haft óverulegar afleiðingar í för með sér. Einnig hafði konan, sem árásina gerði ekki komið áður við sögu dómskerfisins. Var því látið nægja að sekta hana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert