Lögmætt að innheimta tekjuskatt af lífeyri

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu ellilífeyrisþega, sem vildi að greiða ætti fjármagnstekjuskatt af þeim hluta lífeyris, sem væri ávöxtun af innborguðu iðgjaldi. Var úrskurður skattstjóra um að greiða skuli tekjuskatt af lífeyri, staðfestur með dómnum.

Dómurinn taldi, að skattlagning lífeyristekna, með þeim hætti sem kveðið er á um í lögum um tekjuskatt,  sé að öllu leyti lögmæt og í samræmi við þá heimild sem löggjafanum sé veitt til skattlagningar. Hafnaði dómurinn því að skattlagningin bryti í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu þar sem lífeyrisþeginn hafi ekki sýnt fram á, að hann sæti annarri skattalegri meðferð en aðrir, sem eins standi á um.

Fram kemur í dómnum, að málið var upphaflega höfðað árið 2002 en Hæstiréttur vísaði málinu frá árinu 2004. Lífeyrisþeginn naut gjafsóknar í málinu nú og lögmaður hans lagði fram málskostnaðarreikning upp á tæpar 2,9 milljónir króna. Dómurinn taldi hins vegar að hæfileg þóknum lögmannsins væri 1,6 miðað við umfang málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert