Ábyrgðarleysi að varpa ábyrgð á strandi á hafnsögumann

Axel í Hornafjarðarósi ásamt björgunarbáti.
Axel í Hornafjarðarósi ásamt björgunarbáti. mbl.is/Sigurður Mar

Hafnarstjórn Hornafjarðarbæjar segir, að það sé merki um ábyrgðarleysi af hálfu skipstjóra flutningaskipsins Axels, að varpa ábyrgð á strandi skipsins í Hornafjarðarósi á hafnsögumann. Um hafi verið að ræða vítavert gáleysi skipstjórans.

Yfirlýsing Hornafjarðarhafnar er eftirfarandi:

„Í ljósi umræðu í fjölmiðlun undanfarna daga um þær staðhæfingar skipstjóra Axels að hafnsögumaður hafi gefið honum ranga stefnu frá Hornafjarðarósi vill Hafnarstjórn benda á að öll gögn og upplýsingar um málið benda til þess að hafnsögumaður hafi veitt skipstjóra allar þær leiðbeiningar sem þurfti til að sigla Axel rétta leið frá Hornafjarðarósi. Auk þess blasti við skipstjóranum á siglingakortum að hann hafi villst af leið. Ennfremur er greinilegt að skipstjórinn hafi algjörlega gleymt að fylgjast með ljósum frá Hvanneyjarvita. Hafnarstjórn undirstrikar því að ábyrgðin er eingöngu og alfarið á herðum skipstjóra Axels. Að varpa ábyrgð yfir á hafnsögumann þegar um vítavert gáleysi skipstjórans er að ræða er merki um ábyrgðarleysi."

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert