Var í 40 mínútur í vökinni

Markús Benjamínsson dvaldi í 40 mínútur í kaldri vök á Másvatni á Mýrum eftir að ísinn brast undan snjósleðanum hans fyrr í dag. Hann sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að sér hefði ekki orðið meint af volkinu. Markús var það heppinn að vera með farsímann sinn í ól um hálsinn og gat því hringt á hjálp.

Markús var viss um að festast í botnleðju ef hann reyndi að komast á þurrt land og því hélt hann kyrru fyrir á sleðanum. Vatnið náði honum upp að mitti og sagðist hann hafa hreyft sig sem minnst til að gára ekki vatnið og brátt hafði hann stuðning af ísnum sem fór að myndast í vökinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert