Lögreglumenn óánægðir með kaup, kjör og vinnuálag

Lögreglumenn á fundi í gær.
Lögreglumenn á fundi í gær. mbl.is/RAX

Mikill hiti var í fundarmönnum á löngum fundi sem að Lögreglufélag Reykjavíkur hélt í gær. Fundarefnið var staða lögreglunnar en talsverðrar óánægju hefur gætt hjá lögreglumönnum með kaup, kjör og vinnuálag að undanförnu.

Óskar Sigurpálsson formaður Lögreglufélags Reykjavíkur segir að fundurinn hafi verið mjög fjölmennur og mönnum legið mikið á hjarta. „Mér telst til að þarna hafi verið um tvöhundruð manns sem að er nálægt helmingi lögregluliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Þarna tóku margir til máls og má segja að niðurstaða fundarins hafi verið sú að lögregluliðið ætlar að þjappa sér saman og vinna að því að leysa þau vandamál sem að við stöndum frammi fyrir innanhúss.

Óskar segir að meginmarkmiðið sé að fá meiri fjármuni inn í starf lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert