Rán í 11-11 á Grensásvegi

Fjöldi lögreglumanna leitar nú manns sem rændi verslun 11-11 á Grensásvegi í kvöld. Tilkynning um ránið til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu klukkan 20:17. Maðurinn mun hafa verið grímuklæddur og vopnaður hnífi en frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að sinni. Enginn meiddist í ráninu en maðurinn komst undan með eitthvað af reiðufé.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert