Gleðilegt nýtt ár

Þrátt fyrir leiðindaveður víða um land létu skotglaðir landsmenn það ekki hindra sig við að skjóta upp flugeldum á gamlárskvöld. Fresta varð áramótabrennum víða um land vegna stormviðvörunar frá Veðurstofu Íslands og á höfuðborgarsvæðinu verður kveikt í þeim á nýársdag klukkan 18:00. Fréttavefur Morgunblaðsins óskar landsmönnum nær og fjær gleðilegs nýs árs.

Akureyringar skutu upp flugeldum í kvöld þrátt fyrir leiðindaveður
Akureyringar skutu upp flugeldum í kvöld þrátt fyrir leiðindaveður mbl.is/Þorgeir Baldursson
Mikil ljósadýrð var á Skólavörðuholti á miðnæti.
Mikil ljósadýrð var á Skólavörðuholti á miðnæti. mbl.is/GSH
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert