Uppsagnir á Dalvík

Öllum starfsmönnum hjá Kræki fiskverkun ehf. á Dalvík hefur verið sagt upp störfum, um er að ræða 32 stöðugildi, þetta kom fram í síðdegisfréttum Útvarps.

Henning Jóhannesson, stjórnarformaður fyrirtækisins, sagði í samtali við fréttastofu Útvarps að ákvörðunin sé tekin í kjölfar rekstrarerfiðleika sem fiskvinnslan hefur átt við, ekki hafi verið tekin ákvörðun um framhaldið en ljóst sé að ekki sé rekstrargrundvöllur fyrir starfseminni í óbreyttri mynd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert