Metskilabókin í ár

Sala á bókum fyrir jólin dreifðist á fleiri titla en oft áður, og í samræmi við það er minna um að bókum sé skilað nú en þegar salan leggst meira á fáa titla.

Að sögn Elsu Maríu Ólafsdóttur, verslunarstjóra í Bókabúð Máls og menningar, er þó ljóst að „metskilabókin“ í ár er Harðskafi, eftir Arnald Indriðason, eða sama bók og var metsölubókin fyrir jól. Segir Elsa að þetta fylgist ætíð að - þeirri bók sé mest skilað sem mest seldist af.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert