Þreyttir á drykkju nemenda sinna

Nokkrir skólameistarar framhaldsskólanna eru orðnir þreyttir á ástandinu á skemmtunum á vegum skólanna sem haldnar eru úti í bæ og hafa þeir rætt um að fjölga viðburðum í skólunum sjálfum, að sögn Þorsteins Þorsteinssonar, skólameistara Fjölbrautaskólans í Garðabæ.

Áfengisneysla er bönnuð á skólaböllum þótt þau séu haldin utan skólanna en ástæða hefur þótt til að fá sjálfboðaliða frá Rauða krossinum til að gæta ofurölvi nemenda. Eru þeir fluttir í sérstakt sjúkraherbergi, svokallað „dauðaherbergi" þangað sem foreldrar sækja þá.

„Þetta ástand fer í taugarnar á okkur. Það er mikil vitleysa í kringum þetta og tvískinnungur í samfélaginu öllu," segir Þorsteinn sem þegar hefur snúið vörn í sókn. „Við ákváðum að bíða ekki eftir neinu og fluttum svokallað busaball í haust inn í skólann sjálfan. Þar skemmtu um 200 nemendur sér afar vel en fyrir utan voru einhverjir sem ekki komust inn vegna þess að þeir voru undir áhrifum áfengis. Við ætlum að halda áfram að fjölga viðburðum í skólanum sjálfum."

Þorsteinn segir það tvískinnung þegar foreldrar og aðrir „hundskammi" skólana vegna ölvunar nemenda á skólaskemmtunum. „Krakkarnir fá hins vegar að halda partí heima hjá sér fyrir böllin og þar drekka þeir áfengi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert