Áhyggjur af agaleysi

Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri hefur áhyggjur af agaleysi í þjóðfélaginu en gríðarlegar annir voru hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um helgina vegna elda í rusli og gámum.

„Maður spyr sig óneitanlega hvert stefnir í samfélaginu þegar við þurfum að þeytast um allt svæðið til að slökkva elda sem fólk hefur kveikt að gamni sínu. Það er merki um mikið agaleysi að mínu mati og gersamlega óþolandi fyrir okkur og samfélagið allt að þurfa að horfa upp á þetta,“ segir hann á shs.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert