Flytja óreglufólk inn til að gera nágrönnum lífið leitt

Hörður Torfason.
Hörður Torfason. mbl.is/Kristinn

„Þeir svífast einskis til að komast yfir eignir sem þá langar í." Þetta segir Hörður Torfason tónlistarmaður en í fyrra falaðist verktakafyrirtæki eftir kaupum á litlu húsi sem hann á í miðbæ Reykjavíkur.

„Þeir spurðu mig hvort ég vildi ekki selja því að nágrannar mínir hefðu ákveðið að selja fasteignirnar sínar. Ég kvaðst ætla að hugsa málið en þegar ég fór að grennslast fyrir kom í ljós að það var ósatt að nágrannar mínir hefðu ákveðið að selja eignirnar sínar, þannig að það var logið að mér," segir Hörður.

Hann segir verktaka beita íbúa þrýstingi til að selja fasteignir sínar svo þeir geti í einhverjum tilfellum rifið húsin og byggt ný hús og stærri með fleiri íbúðum. Hann sakar verktaka um að fara bakdyramegin að sínum markmiðum.

„Þeir kaupa eina íbúð í húsi og setja þar inn óreglufólk sem gerir íbúum lífið leitt. Svo hirða þeir ekki um fasteignirnar sínar og láta þær grotna niður til að lækka fasteignavirði svæðisins rétt á meðan þeir reyna að ná því markmiði sínu að fæla íbúa frá og þreyta aðra til að selja. Hvern langar til að búa í nágrenni við svona ástand?" spyr Hörður.

Hann gagnrýnir borgaryfirvöld fyrir að ganga erinda verktaka við kynningu tillagna að deiliskipulagi. Hann segir að sér og nágrönnum sínum hafi verið sendar tillögur að deiliskipulagi í desember 2006 og hann hafi gert athugasemdir við tímasetninguna í kjölfarið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert