Áhugi á samningi til eins árs

Enginn áþreifanlegur árangur varð af sáttafundi í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins og Flóafélaganna svonefndu hjá ríkissáttasemjara í gær. Undirhópar munu funda í dag og er næsti samningafundur svo boðaður á morgun, miðvikudag.

Ekki er enn orðið ljóst hvaða stefnu kjaraviðræðurnar taka eftir kaflaskilin sem urðu í síðustu viku, þegar ríkið hafnaði einni meginkröfu verkalýðshreyfingarinnar í skattamálum, sem átti að greiða fyrir gerð kjarasamninga.

Á fundinum í gær var rætt um ýmsar leiðir sem taldar eru koma til greina við endurnýjun samninga og mikil umræða fór fram um til hversu langs tíma skuli semja. Innan Starfsgreinasambandsins vex þeirri skoðun fiskur um hrygg að semja aðeins til skamms tíma, þ.e. ekki lengur en til eins árs vegna þeirrar óvissu sem uppi er um þróun efnahagsmála og verðbólguhorfur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert