18 mánaða fangelsi fyrir auðgunarbrot

Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms um að karlmaður á þrítugsaldri, sem sakfelldur var í þriðja skipti  fyrir stórfelld auðgunarbrot skuli sæta 18 mánaða fangelsi.

Maðurinn var ásamt öðrum manni fundinn sekur um að hafa framið fjölmörg innbrot og önnur auðgunarbrot auk fíkniefnabrota fyrri hluta síðasta árs. Hinn maðurinn var dæmdur í 15 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur en sá dómur var skilorðsbundinn að hluta og honum var ekki áfrýjað.

Maðurinn sem Hæstiréttur dæmdi nú var árið 2002 dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir stórfelld auðgunarbrot og nytjastuld og árið eftir var hann aftur dæmdur í 18 mánaða fangelsi   fyrir sams konar brot.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert