24 ára regla ekki felld niður heldur breytt

Björn Bjarnason
Björn Bjarnason mbl.is/Sverrir

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að það sé ekki rétt að 24 ára reglan verði felld brott úr útlendingalögum í núverandi mynd í frumvarpi sem hann hyggst leggja fram. Heldur er 24 ára reglunni  breytt og lagaákvæðið fært til samræmis við framkvæmd reglunnar undanfarin ár.

Áfram verður lögbundið að kannað sé sérstaklega, hvort um málamyndahjónaband sé að ræða ef yngri en 24 ára eiga hlut að máli.

Að sögn Björns var framkvæmd reglunnar fyrstu mánuði eftir að hún var lögfest  kærð til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og kvartað undan henni til umboðsmanns Alþingis. Segir Björn að farið hafi verið gaumgæfilega yfir stjórnsýsluleg úrlausnarefni og síðan hafi ekki verið kært eða kvartað undan reglunni og í hinum nýja lagatexta, sem kemur fyrir þing næstu daga, er hann færður að þessari framkvæmd.

Núverandi ákvæði er í 13. grein útlendingalaganna. Þar segir að erlendur ríkisborgari sem er í hjúskap með íslenskum ríkisborgara þurfi að vera 24 ára til að öðlast dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli hjúskaparins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert