Samþykkir Sundabraut í göngum

Útfærsla Sundabrautar þar sem gert er ráð fyrir jarðgöngum.
Útfærsla Sundabrautar þar sem gert er ráð fyrir jarðgöngum.

Borgarráð samþykkti í dag, að að Sundabraut verði lögð í göngum frá Gufunesi í Laugarnes, með eðlilegum fyrirvara um niðurstöðu umhverfismats. Segir í samþykkt borgarráðs, að þessi afstaða sé í fullu samræmi við fyrri yfirlýsingar og niðurstöðu samráðshóps um Sundabraut frá 8. desember 2006.

Þá samþykkti borgarráð að fela borgarstjóra að efna til samráðs við sveitarfélög og aðra lykilhagsmunaaðila á Vestur og Norðvesturlandi um fundi með þingmönnum viðkomandi kjördæma og aðrar aðgerðir til að vinna að framgangi við lagningu Sundabrautar í göngum.

Samþykkt var tillaga Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra um að skipa fimm fulltrúa í samráðshóp um lagningu Sundabrautar. Áfram verði gert ráð fyrir því að íbúasamtök Grafarvogs og Kjalarness og íbúasamtök Laugardals eigi þar fulltrúa, ásamt Faxaflóahöfnum og Vegagerðinni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert