Lækkun á bensínverði ólíkleg

Þrátt fyrir að heimsmarkaðsverð á eldsneyti hafi lækkað um 100 dollara tonnið frá 3. janúar sl. hafa enn engar lækkanir skilað sér til neytenda hérlendis. Þetta gagnrýndi Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) á heimasíðu sinni í gær.

Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri eldsneytis hjá N1, segir gengi dollarans, sem hafi farið úr 61,70 kr. í 65,60 kr. frá 3. janúar sl., sé það sem trufli verðþróunina. „Gengisþróunin hefur gengið þvert á þróun heimsmarkaðsverðsins og étið hana upp,“ segir Magnús.

Hann vill ekki taka afstöðu til útreikninga á heimasíðu FÍB, en þar segir að þrátt fyrir gengisþróunina hafi bensínverð lækkað um ríflega 3 kr. og dísilolían um 2,50 kr. á lítra. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert