Short og

Ivan Cheparinov.
Ivan Cheparinov.

Þeir Nigel Short og Ivan Cheparinov sitja nú að tafli í Wijk an Zee í Hollandi í B-flokki Corus-skákmótsins. Skákdómari hafði áður dæmt að Cheparinov hefði tapað skákinni þar sem hann neitaði að taka í höndina á Short. Áfrýjunarnefnd úrskurðaði hins vegar að skákin skyldi tefld í dag, svo framarlega sem  Cheparinov bæðist afsökunar.

Cheparinov, sem er búlgarskur stórmeistari, sendi í dag frá sér afsökunarbeiðni og sagðist reiðubúinn að mæta Short við taflborðið í dag og taka í hönd hans. Þeir Cheparinov og Short tókust síðan í hendur áður en þeir hófu skákina.

Bein útsending frá skákinni

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert