Illvígar sýkingar hrjá fíkla

Aukning varð á tilvikum alvarlegra veikinda hjá sprautufíklum á Íslandi árið 2007 miðað við árin á undan. Hópsýkingar af völdum HIV-smits og lifrarbólgu B valda miklum áhyggjum og þó svo að tilvikin hafi ekki verið mörg þykja þau gefa vísbendingar um framhaldið. Heilbrigðisstarfsmenn fylgjast grannt með þróun mála.

Fjallað var um málefni sprautufíkla á Læknadögum, sem fram fara á Hótel Sögu, í gærdag. Þar kom m.a. fram að á smitsjúkdómadeild og gjörgæsludeild LSH var árið 2007 eftirminnilegt vegna fjölda innlagna sprautufíkla. Jafnframt að talið sé að neyslumynstrið, þ.e. gríðarleg aukning í neyslu örvandi fíkniefna, sé ein helsta orsökin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka