Ódýr nýmjólk á Íslandi

Landssamband kúabænda segir á vef sínum, að óformleg verðkönnun hafi leitt í ljós að nýmjólk er mun ódýrari á Íslandi en í Danmörku og Noregi. Segir sambandið, að þetta sýni af hve mikilli hörku verði á mjólkinni hefur verið haldið niðri hér á landi undanfarin ár.

Afleiðingin af því sé m.a. hærra verð en ella þyrfti að vera á unnum mjólkurvörum, t.d. osti og jógúrt. Mismunur á framlegð einstakra vöruflokka sé þar af leiðandi orðin meiri en búandi er við. Það sé því brýnt hagsmunamál kúabænda að verðlagning á nýmjólk og skyldum vörum verði færð nær raunveruleikanum. 

Landsamband kúabænda

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert