Umferðarslysum fækkar

Aðgerðir til að draga úr umferðarslysum í Reykjavík hafa skilað miklum árangri samkvæmt nýrri skýrslu Framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar um bætt umferðaröryggi í Reykjavík.

Skýrslan nær til áranna 1996-2006 og kemur meðal annars fram að umferðarslysum í borginni fækkaði á tímabilinu úr 603 árið 1996 í 316 árið 2006.

Alvarlegum slysum fækkaði einnig um tæplega helming. Þau voru 78 árið 1996 en 40 í lok tímabilsins. Skýrsluhöfundur leiðir að því líkum að reglugerð um ökuferilskrá og punktakerfi árið 1999 hafi haft marktæk áhrif til fækkunar á umferðarslysum, einkum alvarlegri slysum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert