Þróunarsamvinnustofnun afhendir þjónustumiðstöðvar

Þjónustumiðstöðin í Nilwella á Sri Lanka
Þjónustumiðstöðin í Nilwella á Sri Lanka

Þróunarsamvinnustofnun Íslands afhenti í þessum mánuði tvær þjónustumiðstöðvar við löndunarstaði til fiskimannasamfélaga á Srí Lanka, annars vegar í Beruwalla á suðvesturströndinni og hins vegar í Nilwella á suðurodda eyjunnar.

„Í verkefninu um löndunarstöðvar er áhersla lögð á að byggja upp innviði og skipulag fiskveiðsamfélaga í samvinnu við innlendu frjálsu félagasamtökin Sewalanka til auka getu íbúa til uppbyggingar samfélagsins og bæta lífsgæði íbúa," segir Gunnar Þórðarson verkefnastjóri ÞSSÍ á Srí Lanka, í fréttatilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert