20 kílóa rjómabolla

Bakararnir Jóhann Sigþórsson, Andrés Guðnason, Grétar Arnþórsson og Óskar Guðnason …
Bakararnir Jóhann Sigþórsson, Andrés Guðnason, Grétar Arnþórsson og Óskar Guðnason við stærstu bollu landsins. Á borðinu er venjuleg bolla til samanburðar. Árvakur/Guðmundur Karl.

Líklega er þessi bolla sem bökuð var í dag í Guðnabakaríi á Selfossi ein sú stærsta á landinu. Bollan er 20 kíló, um það bil 180 sinnum stærri en venjuleg bolla. Í hana fóru 12 kíló af deigi, 6 kíló af rjóma, 1 kíló af sultu og 1 kíló af súkkulaði.

Bollunni hefur verið stillt upp til sýnis í Guðnabakaríi þar sem hún mun standa til kl. 14 á morgun. Tekið er við tilboðum í bolluna og verður hún seld hæstbjóðanda. Ágóðinn mun renna til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi. Bakararnir í Guðnabakaríi hafa haft í nógu að snúast um helgina en áætlað er að 10.000 bollur séu bakaðar þar og er stærsti söludagurinn á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert