Stúlka hætt komin þegar snjóhengja féll af þaki

Fimm ára gömul stúlka slapp naumlega þegar hún varð undir þungri snjóhengju sem féll ofan af þriggja hæða húsi á Akureyri í gærkvöld. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins.  

Stúlkan var að leik ásamt vinkonu sinni þegar snjóhengjan féll á hana. Móðir heyrði skruðningana á þakinu og fór því út til að athuga með stúlkurnar. Þegar hún kom að voru vit stúlkunnar full af snjó. Móðirin náði að grafa hana upp úr snjónum og varð henni ekki meint af.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert