Lestur á 24 stundum eykst

Lestur á blaðinu 24 stundum fer vaxandi samkvæmt nýrri fjölmiðlakönnun Capacent Gallup. Hefur meðallestur blaðsins aukist um 3,7 prósentur frá síðustu könnun, sem gerð var í ágúst til október á síðsta ári og mælist nú 45,8% en var 42,1% síðast.

Meðallestur á Fréttablaðinu mælist 61,8% í könnuninni, sem gerð var á tímabilinu frá nóvember til janúarloka en var 62,1% í síðustu könnun. Meðallestur á Morgunblaðinu var 41,7% nú en var 43,1% í síðustu könnun.

87,9% þátttakenda í könnuninni sögðust hafa lesið eitthvað í Fréttablaðinu í könnunarvikunni en þetta hlutfall var 88% í síðustu könnun. 73,9% lásu eitthvað í 24 stundum nú en 69% síðast og 70,5% lásu eitthvað í Morgunblaðinu nú en 71,4% síðast.

Könnunin  var gerð  dagana 1. nóvember 2007–31. janúar 2008, þó ekki yfir jól og áramót. Alls tóku 2473 þátt í könnuninni og var svörum safnað jafnt yfir mælitímabilið.

Árvakur hf. gefur út 24 stundir, sem dreift er ókeypis í hús, og Morgunblaðið, sem er selt í áskrift. Félagið rekur einnig mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert