Ók 40 sinnum um Hvalfjarðargöng án þess að borga

Í Hvalfjarðargöngum.
Í Hvalfjarðargöngum. mbl.is/Júlíus

Lögreglustjórinn á Akranesi hefur ákært karlmann fyrir að aka alls 40 sinnum í gegn um Hvalfjarðargöng án þess að greiða gangnagjaldið. Er maðurinn ákærður fyrir fjársvik og til vara nytjastuld. 

Lögreglan á Akranesi segir, að fram til þessa hafi í málum af þessu tagi aðeins reynt á ákvæði umferðarlaga. Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Vesturlands í síðustu viku og er beðið niðurstöðu dómsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert