33% hækkun í Noregi en 70% hækkun á Íslandi

Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að það veki nokkra furðu hvað áburður hækki miklu meira hér á landi en í nágrannalöndum okkar. Hann segir að áburður hafi hækkað um 33% í Noregi, en hér á landi sé hækkunin 70%.

Spurður hvort skýringin á þessum mun geti verið að innflytjendur hér á landi hafi verið seinni en norskir áburðarsalar að ganga frá samningum við birgja sagði Haraldur að ef það væri rétt væri ljóst að stjórnendur þeirra fyrirtækja sem sæju um áburðarinnflutning hér á landi væru ekki mjög klókir. Það væri slæmt ef íslenskir bændur þyrftu að bera kostnað vegna þessa.

Samkvæmt útreikningum Landssamtaka sauðfjárbænda þarf kílóverð á dilkakjöti til bænda að hækka um rúma 71 krónu til að vega upp nýlegar áburðarhækkanir. Þetta samsvarar 19,5% hækkun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert