Árekstur og útafkeyrsla á Holtavörðuheiði

Vöruflutningabíll ók aftan á jeppa á Holtavörðuheiði um áttaleytið í kvöld, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Blönduósi. Ökumaður jeppans hlaup lítilsháttar meiðsl. Hann er grunaður um ölvun. Um svipað leyti lenti sementsflutningabíll útaf á heiðinni. Engan sakaði og bíllinn er enn á réttum kili og verður væntanlega dreginn upp á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert