Kastljós leiðréttir ummæli um Vilhjálm

Kastljós Sjónvarpsins hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur, að ofsagt hafi verið hjá spyrli í Kastljósinu í gærkvöldi, að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður borgarráðs, hafi fullyrt í viðtali 8. október að hann hafi ekki vitað um kaupréttarsamninga starfsmanna REI og Orkuveitunnar.

Yfirlýsing Kastljóss er eftirfarandi:

„Vegna viðtals við Vilhjálm Þ Vilhjálmsson í þættinum í gær vill Kastljós koma eftirfarandi leiðréttingu á framfæri.

Ofsagt var hjá spyrli, Sigmari Guðmundssyni, að Vilhjálmur hafi fullyrt í viðtali þann 8 október að hann ekki vitað um umtalaða kaupréttarsamninga. Hið rétta er að Vilhjálmur var þar að tala um lista yfir kaupréttarhafa sem hann sagðist á þeim tíma ekki hafa séð. Það leiðréttist hér með.

Þórhallur Gunnarsson, ritstjóri Kassljóss
Sigmar Guðmundsson, aðstoðarritstjóri Kastljóss."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert