Hálka víða á þjóðvegum landsins

Það er hálka og éljagangur á Hellisheiði, í Þrengslum og á Sandskeiði.  Á
Suðurlandi eru víðast hvar hálkublettir en þó er hálka í uppsveitum
Árnessýslu. Á Vesturlandi er hálka á  Fróðárheiði og  á Vatnaleið. Á  Bröttubrekku er snjóþekja og hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði.

Hálka er á flestum leiðum á Vestfjörðum ásamt éljagang á stöku stað,
skafrenningur er á Ströndum og á sunnaverðum Vestfjörðum.

Norðan- og austanlands er víðast hvar hálka eða hálkublettir. Flughált er á
Sandvíkurheiði. Snjóþekja og éljagangur á Mývatnsöræfum og á Hólasandi.

Suðaustanlands er víða snjóþekja eða krapi, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.


mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Hilmar Guðmundsson: Jam
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert