Auðlindir í þjóðareign

Þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram stjórnarskrárfrumvarp þess efnis að náttúruauðlindir og landsréttindi, sem ekki eru háð eignarrétti, verði þjóðareign. Ríkinu er ætlað að fara með forsjá, vörslu og ráðstöfunarrétt auðlindanna í umboði þjóðarinnar. Gert er ráð fyrir að náttúruauðlindir megi ekki selja eða láta varanlega af hendi en að veita megi heimild til afnota af þeim gegn gjaldi. „Náttúruauðlindir og landsréttindi í þjóðareign ber að nýta á sem hagkvæmastan hátt og á grundvelli sjálfbærrar þróunar og skal arði af þeim varið til þess að vernda auðlindirnar, rannsaka þær og viðhalda þeim, svo og til hagsældar fyrir þjóðina að öðru leyti,“ segir jafnframt í frumvarpinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert