Fjórtán milljarða króna loforð fyrir kosningar

Jón Bjarnason í þingsalnum.
Jón Bjarnason í þingsalnum. Árvakur/Brynjar Gauti

Ráðherrar síðustu ríkisstjórnar gáfu loforð í aðdraganda kosninga sem kosta ríkissjóð ríflega 14 milljarða króna á þessu kjörtímabili og því næsta. Þetta kemur fram í skýrslu forsætisráðherra sem var unnin að beiðni Jóns Bjarnasonar, þingmanns Vinstri grænna, og fleiri þingmanna.

Óskað var eftir upplýsingum um samninga, viljayfirlýsingar og fyrirheit sem voru gerð frá desember 2006 og fram að síðustu alþingiskosningum og fela í sér fjárhagslegar skuldbindingar fyrir ríkissjóð á tveimur kjörtímabilum.

Jón Bjarnason segir að lögum samkvæmt eigi Alþingi að samþykkja öll útgjöld af hálfu ríkisins og ráðherrar hafi því takmarkaða heimild til að gefa út loforð um fjárveitingar. „Þetta staðfestir það sem við höfum haldið fram að ráðherrar beiti stöðu sinni ótæpilega á síðustu vikum fyrir kosningar sér til ávinnings,“ segir Jón og bætir við að þó að loforðin séu gefin út með fyrirvara um samþykki Alþingis sé með þeim búið að vekja væntingar og gefa skuldbindingar.

Jón vill að ráðherrum sé ekki leyfilegt að gefa fjárskuldbindandi yfirlýsingar eða skrifa undir samninga nokkrum vikum fyrir kosningar. „Ef brýnt er að samþykkja útgjöld til einhverra verkefna er hægt að bera það upp á Alþingi hvenær sem er,“ segir Jón.

Jón Bjarnason.
Jón Bjarnason.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert