Grétar: Hóflega bjartsýnn

Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, og Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, ræða …
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, og Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, ræða málin við félaga sína í Karphúsinu. Árvakur/RAX

 Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segist vera að hóflega bjartsýnn maður að eðlisfari og að það eigi vel við um viðhorf hans til þeirrar stöðu sem nú sé uppi varðandi undirskrift kjarasamninga. Samningar liggi fyrir að öðru leyti en því að svör eigi eftir að berast frá ríkisstjórninni um að komu hennar að þeim. boðað hafi verið til fundar nú klukkan eitt þar sem farið verði yfir pappírsvinnuna, lesnir verði saman textar og farið yfir útreikninga. Að því loknu standi ekkert í vegi fyrir undirskrift samninga annað en óvissa um aðkomu ríkisstjórnarinnar.

„Það er alveg ljóst að það verður ekki skrifað undir neitt fyrr en svör ríkisstjórnarinnar liggja fyrir og að þau svör verði ásættanleg," sagði hann. „Við gerum ráð fyrir að heyra frá ríkisstjórninni á næstu klukkustundum enda höfum við fengið fregnir af því að stefnt sé að því að ganga frá formlegum tillögum á þeim bæ innan tíðar."

Spurður um það hvað gerist verði hugmyndir ríkisstjórnarinnar ekki samþykktar sagði hann ekkert liggja fyrir um það annað en að þá verði ekki skrifað undir samninga að svo komnu máli. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert