Vilja vísa Íslendingi úr landi í Færeyjum

Hluti fíkniefnanna sem reynt var að smygla til landsins með …
Hluti fíkniefnanna sem reynt var að smygla til landsins með skútu í september sl. mbl.is/Júlíus

Ákæruvaldið í Færeyjum vill að Íslendingi, sem handtekinn var þar í tengslum við Pólstjörnumálið svonefnda, verði vísað alfarið úr landi eftir að hann hefur afplánað dóm. Maðurinn á færeyska ættingja.

Fram kemur á fréttavef færeyska útvarpsins, að maðurinn sé ekki aðeins ákærður vegna þeirra 1,8 kílóa af sterkum fíkniefnum, sem fundust við húsleit heima hjá honum í Þórshöfn, heldur nær ákæran á hendur honum einnig til þeirra nærri 40 kílóa af fíkniefnum, sem reynt var að smygla til Íslands.

Málið verður tekið fyrir í réttarsal í Færeyjum 7. apríl og er gert ráð fyrir að réttarhöldin standi í viku. Maðurinn, sem er 25 ára, er ákærður fyrir að hafa tekið við og geymt 24,35 kíló af amfetamíni, 14,92 kíló af e-töfludufti og 1745 e-töflum. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa tekið þátt í að smygla þessum efnum frá Færeyjum aftur ef undan eru skilin 796 grömm af amfetamíni og 982 grömm af e-töfludufti, sem fundust í fórum hans.

Maðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi í Þórshöfn frá því í september og sætt einangrun nánast allan tímann. 

Sex Íslendingar voru á föstudag fundnir sekir í Héraðsdómi Reykjavíkur um að aðild að málinu. Sá sem þyngstan dóm hlaut var dæmdur í 9½ árs fangelsi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert