Bræðrum sleppt úr gæsluvarðhaldi

Bræður, sem verið hafa í gæsluvarðhaldi undanfarnar vikur vegna fíkniefnamáls, eru lausir úr haldi, að því er fram kom í fréttum Útvarpsins.

Bræðurnir hafa setið í gæsluvarðhaldi frá í janúar. Tveir aðrir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins, þar á meðal maður, sem strauk af lögreglustöðinni á Hlemmi um síðustu helgi.

Grunur leikur á að mennirnir hafi staðið að því að flytja 5 kíló af fíkniefnum til landsins með hraðsendingu frá Þýskalandi í nóvember í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert