Þurrir á þorrablótum

Þorrablót voru á fjórum stöðum í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli um helgina, á Hótel Kirkjubæjarklaustri, Eyrarlandi í Reynishverfi, Heimalandi undir Eyjafjöllum og að Laugalandi í Ásahreppi. 

Lögreglan var við alla þessa staði og lét ökumenn blása í áfengismæla en enginn var tekinn grunaður um ölvun við akstur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert