Vilja að ríkið felli vörugjaldið niður um tíma

AP

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að tekjuaukning ríkissjóðs vegna eldsneytissölu frá fyrra ári verði að óbreyttu á annan milljarð króna í formi virðisaukaskatts og vill að vörugjald á eldsneyti verði fellt niður tímabundið eins og gert hafi verið vorið 2002. Þá myndi bensínlítrinn lækka um 11,55 kr.

Olíuverð á Íslandi er í sögulegu hámarki um þessar mundir og hefur útsöluverðið hækkað um 25% frá því á sama tíma í fyrra. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að gera megi því skóna að það eigi enn eftir að hækka mikið því sagan sýni að verðið sé alltaf hæst á vorin og sumrin þegar eftirspurnin sé mest.

Runólfur bendir á að um helmingur verðsins renni í ríkissjóð. Vörugjaldið er föst krónutala en virðisaukinn eykst með hærra innflutningsverði og það hefur snarhækkað að undanförnu. Runólfur segir að bensínlítrinn kosti um 42 krónur á Rotterdam-markaði en hafi kostað tæplega 28 kr. að meðaltali í febrúar í fyrra. Meðalverð fyrir dísilolíu hafi verið tæplega 31 kr. en sé nú um 48 kr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert