Veggjald í Hvalfjarðargöngum lækkar

Munni Hvalfjarðarganganna.
Munni Hvalfjarðarganganna.

Veggjald fyrir staka ferð í Hvalfjarðargöngum lækkar núna um mánaðarmótin úr 900 krónum í 800 krónur. Jafnframt lækkar veggjald í flestum áskriftarflokkum en mismikið. Þannig lækkar gjald í þremur flokkum um nálægt 4% en í þremur öðrum flokkum um meira en 20%.

Lægsta veggjald áskrifenda eftir breytinguna verður 230 krónur fyrir venjulegan fjölskyldubíl. Að sögn Spalar, sem  á og rekur Hvalfjarðargöngin, skerðast tekjur félagsins um 43 milljónir króna á ári vegna gjaldskrárbreytingarinnar.

Spölur segir, að tilefni nýrrar gjaldskrár sé væntanleg gildistaka tilskipunar Evrópusambandsins hér á landi varðandi hámarksafslátt vegna gjaldheimtu í veggöngum af ökutækjum sem eru 3,5 tonn eða meira og stunda samkeppnisrekstur. Ákvæði tilskipunarinnar ná til II., III. og IV. gjaldflokks Hvalfjarðarganga og ákvað stjórn Spalar að láta önnur ökutæki í sömu gjaldflokkum njóta líka lækkunarinnar. 

Heimasíða Spalar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert